Áhugi á heimilislækningum

Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri.

Elínborg Bárðardóttir, kennslustjóri í sérnámi í heimilislækningum, segir fjölgunina gleðiefni en hún fagnar því einnig að nemendum hafi fjölgað á landsbyggðinni og segir að það sé tilhneiging hjá læknum sem fara í starfsnám á landsbyggðinni að ílendast þar.

Elínborg segir það þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þjónustu og þekkingu sem heilsugæslan býr yfir. Þeim löndum þar sem ekki sé boðið upp á heimilislækningar farnist verr, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Á Íslandi voru árið 2015 1.732 íbúar á hvern heimilislækni en fæstir íbúar voru á hvern heimilislækni í Noregi eða 795. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar. Í svarinu kemur fram að fastráðnum heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um sex frá árinu 2010 en fjölgað um 4,8 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert