Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Hún segir ákveðna hættu fyrir Norðmenn skapast öðlist tilskipunin ekki fullt gildi innan EES.
Í viðtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Søreide umræðuna í Noregi um tilskipunina oft hafa byggst á mýtum um málið og að mikilvæg umræða af þessu tagi verði að byggjast á staðreyndum.