Brýndi fyrir ráðamönnum mikilvægi orkupakkans

Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs.
Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, seg­ist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðar­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, og ís­lensk­um þing­mönn­um grein fyr­ir mik­il­vægi þess að þriðji orkupakki ESB verði inn­leidd­ur sem hluti af samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Hún seg­ir ákveðna hættu fyr­ir Norðmenn skap­ast öðlist til­skip­un­in ekki fullt gildi inn­an EES.

Í viðtali um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sørei­de umræðuna í Nor­egi um til­skip­un­ina oft hafa byggst á mýt­um um málið og að mik­il­væg umræða af þessu tagi verði að byggj­ast á staðreynd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert