Gandálfsmörk og Móðsognismörk

Ein þeirra gatna sem eru í námunda við spítalann.
Ein þeirra gatna sem eru í námunda við spítalann. mbl.is/​Hari

Göt­u­nafna­nefnd á veg­um borg­ar­ráðs hef­ur komið með til­lög­ur að götu­heit­um í þrem­ur mis­mun­andi hverf­um í Reykja­vík, þar á meðal á Hólms­heiði og við Land­spít­ala.

Meðal götu­heita sem vekja at­hygli í til­lög­unni eru göt­ur á at­hafna­svæði við Hafra­vatns­veg á Hólms­heiði. Þar hafa m.a. verið lögð fram eft­ir­far­andi nöfn: Dur­ins­mörk, Gandálfs­mörk og Móðsogn­ismörk. Heiti gatn­anna má rekja til Snorra-Eddu og Völu­spár, þótt einnig megi finna teng­ingu við Hringa­drótt­ins­sögu.

Auk fyrr­greindra heita voru lögð fram níu nöfn á göt­um sem eru við Land­spít­al­ann á Hring­braut, þar á meðal Njóla­gata, Fíf­ils­gata og Blóðbergs­gata, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert