Gandálfsmörk og Móðsognismörk

Ein þeirra gatna sem eru í námunda við spítalann.
Ein þeirra gatna sem eru í námunda við spítalann. mbl.is/​Hari

Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala.

Meðal götuheita sem vekja athygli í tillögunni eru götur á athafnasvæði við Hafravatnsveg á Hólmsheiði. Þar hafa m.a. verið lögð fram eftirfarandi nöfn: Durinsmörk, Gandálfsmörk og Móðsognismörk. Heiti gatnanna má rekja til Snorra-Eddu og Völuspár, þótt einnig megi finna tengingu við Hringadróttinssögu.

Auk fyrrgreindra heita voru lögð fram níu nöfn á götum sem eru við Landspítalann á Hringbraut, þar á meðal Njólagata, Fífilsgata og Blóðbergsgata, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert