Samkeppnin er að harðna

Nýtt félag, Jet2.com, mun fljúga hingað frá Birmingham, Glasgow, Leeds/Bradford, …
Nýtt félag, Jet2.com, mun fljúga hingað frá Birmingham, Glasgow, Leeds/Bradford, Manchester og Newcastle. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyr­ir að um 335 þúsund­um færri farþegar muni fara um Kefla­vík­ur­flug­völl í ár en Isa­via áætlaði í nóv­em­ber síðastliðnum. Það sam­svar­ar rúm­lega 900 farþegum á dag.

Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, seg­ir nú áætlað að farþegar verði um 10 millj­ón­ir í ár.

Gunn­ar Már Sig­urfinns­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Icelanda­ir, seg­ir lækk­un tyrk­nesku lírunn­ar og meiri stöðug­leika fyr­ir botni Miðjarðar­hafs auka sam­keppni um ferðamenn í Evr­ópu. Ísland muni finna fyr­ir því. Það bæt­ist við aðra þætti, á borð við hækk­andi verðlag hér. Hins veg­ar sé Ísland í afar góðri stöðu hvað ferðaþjón­ustu varðar.

„Það er klár­lega meiri sam­keppni. Það þýðir að við þurf­um að vanda okk­ur meira til þess að Ísland haldi sín­um stað. Þetta þýðir hins veg­ar alls ekki að Ísland sé í slæmri stöðu. Við erum enn í vexti þótt hann sé ekki jafn mik­ill og áður. Ég held að marg­ir myndu öf­unda Ísland af þeirri stöðu sem við erum í og höf­um verið í,“ seg­ir Gunn­ar Már í um­fjöll­un um farþegaþró­un­ina um Kefla­vík­ur­flug­völl í Mmorg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert