Gifsplötur eru efst á matseðli myglunnar

Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður RB, vill vinna að lausnum.
Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður RB, vill vinna að lausnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í 300 manns mættu á mál­stofu um myglu sem Rann­sókn­ar­stofa bygg­ing­ariðnaðar­ins (RB) við Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands hélt í gær. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: Raka­skemmd­ir og mygla. Íslenski út­vegg­ur­inn og reynsla Svía.

Ólaf­ur H. Wal­levik, pró­fess­or og for­stöðumaður RB við Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, seg­ir að kynnt­ar hafi verið nýj­ar aðferðir við að herma út­veggi í tölvu­líkani til að meta raka- og myglu­áhættu.

„Íslenski út­vegg­ur­inn fór í slíka hermun og var niðurstaðan sú að hann er mik­ill skaðvald­ur þegar kem­ur að raka og myglu í ís­lensk­um hús­um. Gæði máln­ing­ar og vatns­fælni skipt­ir líka mjög miklu til að fyr­ir­byggja raka­mynd­um. Við erum langt á eft­ir hinum Norður­landaþjóðunum þegar kem­ur að rann­sókn­um á or­sök­um myglu,“ seg­ir Ólaf­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag og bæt­ir við að 20% Svía glími við heilufar­svanda­mál tengd raka og myglu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert