Gifsplötur eru efst á matseðli myglunnar

Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður RB, vill vinna að lausnum.
Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður RB, vill vinna að lausnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía.

Ólafur H. Wallevik, prófessor og forstöðumaður RB við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, segir að kynntar hafi verið nýjar aðferðir við að herma útveggi í tölvulíkani til að meta raka- og mygluáhættu.

„Íslenski útveggurinn fór í slíka hermun og var niðurstaðan sú að hann er mikill skaðvaldur þegar kemur að raka og myglu í íslenskum húsum. Gæði málningar og vatnsfælni skiptir líka mjög miklu til að fyrirbyggja rakamyndum. Við erum langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að rannsóknum á orsökum myglu,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og bætir við að 20% Svía glími við heilufarsvandamál tengd raka og myglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka