Í eigu félaga á Írlandi, Delaware og Bermúda

Wow air A330 breiðþota.
Wow air A330 breiðþota.

Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu.

Samkvæmt upplýsingum úr loftfaraskrá er flugvélaflotinn í heild sinni leigður út til WOW air af átta félögum, að því er fram kemur í umfjöllun um rekstur WOW í Morgunblaðinu í dag.

Stærstan hluta á Air Lease Corporation (ALC) sem á sjö vélar, en sex þeirra eru skráðar í Delaware. Stofnandi þess og starfandi stjórnarformaður er hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy. Er hann í 572. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eru eignir hans metnar á 430 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert