Menningarnótt á einum besta degi ársins

Frá Klapparstíg. Neðar í götunni fer fram Karnival í kvöld …
Frá Klapparstíg. Neðar í götunni fer fram Karnival í kvöld og á því svæði hefur gatan verið tyrfð. mbl.is/Valli

Miðborg Reykja­vík­ur hef­ur verið troðfull af fólki í all­an dag, sem hef­ur notið ein­muna veður­blíðu og ým­issa viðburða á Menn­ing­arnótt. Guðmund­ur Birg­ir Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri viðburða á Menn­ing­arnótt, seg­ist hæst­ánægður með dag­inn.

„Við erum auðvitað rosa­lega ánægð með þetta veður. Það er ekki sjálfsagt að einn besta dag sum­ars­ins beri upp Menn­ing­arnótt,“ seg­ir Guðmund­ur, sem er stadd­ur á Arn­ar­hóli.

Hann seg­ir að talað sé um að yfir hundrað þúsund manns hafi komið í miðborg­ina í dag. „Það var mjög góð mæt­ing,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að viðburðir dags­ins hafi verið vel sótt­ir. 

Ljós­mynd­ar­ar mbl.is hafa verið á flakki um miðbæ­inn og litið við á ýms­um stöðum. Margt bar fyr­ir augu í miðbæn­um, tón­leik­ar og aðrir listviðburðir af ýms­um toga voru á hverju strái og einnig kíkti ljós­mynd­ari í vöfflu­boð í heima­húsi.

Dag­skrá­in nær há­marki í kvöld með stór­tón­leik­um bæði við Arn­ar­hól og í Hljóm­skálag­arðinum og svo veg­legri flug­elda­sýn­ingu, sem skotið verður upp frá Ægis­garði að venju á slag­inu 23:00.

Guðmund­ur seg­ir að sýn­ing­in verði sjö mín­útna löng og að það megi bú­ast við mikl­um hama­gangi. Síðan hefst tæm­ing miðborg­ar­inn­ar, þar sem Strætó leik­ur lyk­il­hlut­verk.

Benóný Ægisson tróð upp á barnatónleikum í garðinum við Skólavörðustíg …
Benóný Ægis­son tróð upp á barna­tón­leik­um í garðinum við Skóla­vörðustíg 4C. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Frá tónleikum að Skólavörðustíg 4C.
Frá tón­leik­um að Skóla­vörðustíg 4C. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Sprengjukata, Katrín Lilja Sigurðardóttir, fór yfir grunnatriði efnafræðinnar með áhugasömum …
Sprengjukata, Katrín Lilja Sig­urðardótt­ir, fór yfir grunn­atriði efna­fræðinn­ar með áhuga­söm­um börn­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Lögreglumenn á reiðhjólum í miðborginni í dag.
Lög­reglu­menn á reiðhjól­um í miðborg­inni í dag. mbl.is/​Valli
Þétt setið við Bernhöftstorfuna.
Þétt setið við Bern­höftstorf­una. mbl.is/​Valli
Prins Póló og Hjálmar spila saman fyrir tónleikagesti á Tónaflóði, …
Prins Póló og Hjálm­ar spila sam­an fyr­ir tón­leika­gesti á Tóna­flóði, stór­tón­leik­um á Arn­ar­hóli. mbl.is/​Hari
Fjölmenni er á Arnarhóli þar sem stórtónleikar Rásar 2 fara …
Fjöl­menni er á Arn­ar­hóli þar sem stór­tón­leik­ar Rás­ar 2 fara fram. mbl.is/​Hari
Boðið var í vöfflukaffi á nokkrum stöðum í miðborginni. Hér …
Boðið var í vöfflukaffi á nokkr­um stöðum í miðborg­inni. Hér í Ing­ólfs­stræti 19. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Löng biðröð var í vöfflurnar í Ingólfsstræti en hún gekk …
Löng biðröð var í vöffl­urn­ar í Ing­ólfs­stræti en hún gekk hratt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gjörningurinn Knús í boði vakti lukku. Það er gott að …
Gjörn­ing­ur­inn Knús í boði vakti lukku. Það er gott að faðma aðra á fal­leg­um sum­ar­degi. mbl.is/​Valli
Hlutverkasetrið býður upp á knús, stutt knús og löng, allt …
Hlut­verka­setrið býður upp á knús, stutt knús og löng, allt eft­ir hvers manns vilja. mbl.is/​Valli
Þessi útbjó alls kyns blöðrudýr.
Þessi út­bjó alls kyns blöðru­dýr. mbl.is/​Valli
Skrautlegur útimarkaður á Laugavegi.
Skraut­leg­ur úti­markaður á Lauga­vegi. mbl.is/​Valli
Börn að leik á Austurvelli.
Börn að leik á Aust­ur­velli. mbl.is/​Valli
Listmálarinn Tolli leyfði gestum og gangandi að fygjast með sér …
List­mál­ar­inn Tolli leyfði gest­um og gang­andi að fygj­ast með sér að störf­um á Lauga­vegi í dag. mbl.is/​Valli
Andlitsmyndir teiknaðar á Laugaveginum.
And­lits­mynd­ir teiknaðar á Lauga­veg­in­um. mbl.is/​Valli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert