Mikill meirihluti með breytingum

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. mbl.is/Árni Sæberg

Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. 

Talin hafa verið 65 prósent atkvæða en alls kusu 3.640 í íbúakosningunni. Kjörsókn var því 54,89 prósent og bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið út að niðurstaðan yrði bindandi færi kjörsókn yfir 29 prósent. 

Við spurningu eitt: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?“ sögðust 1.366 vera hlynntir, eða 58 prósent. 946 eru andvígir, eða 40 prósent, en 54 kjörseðlar voru auðir eða ógildir, alls tvö prósent.

Við spurningu tvö: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?“ sögðust 55 prósent vera hlynnt, eða 1.305 af þeim 2.366 atkvæðum sem talin hafa verið. 946, eða 40 prósent, eru andvígir og 115 seðlar voru auðir eða ógildir.

Uppfært 21:18

Fréttin var uppfærð klukkan 21:18 með upplýsingum um kjörsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka