Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

Olíuflekknum er haldið innan flotgirðingar við bryggjuna.
Olíuflekknum er haldið innan flotgirðingar við bryggjuna. mbl.is/Albert Kemp

Olía fór í sjó­inn við höfn­ina í Fá­skrúðsfirði nú und­ir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í upp­sjáv­ar­skipið Hof­fell SU-80. Á bil­inu 1.000-1.500 lítr­ar af olíu fóru í sjó­inn, seg­ir Grét­ar Helgi Geirs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Geisla á Fá­skrúðsfirði.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa sett upp flot­g­irðing­ar til þess að hefta út­breiðslu ol­í­unn­ar. Aðstæður til olíu­hreins­un­ar eru sagðar með besta móti.

„Það er sum­ar­veður hérna, blanka­logn og hlýtt og fínt, svo ég held að það sé ágæt­is „control“ á þessu. Flekkn­um er haldið hérna með girðing­um af björg­un­ar­sveit­ar­bát­un­um og svo erum við að bíða eft­ir dælu­bíl til að dæla þess upp,“ seg­ir Grét­ar.

Hann seg­ist ekki al­veg viss um hvað ná­kvæm­lega olli því að olí­an fór í hafið, en svo virðist sem lögn í dælu­skúr hafi gefið sig.

Al­bert Kemp, frétta­rit­ari mbl.is á Fá­skrúðsfirði, seg­ir að dælu­bíll sé kom­inn á bryggj­una.

mbl.is/​Al­bert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert