Strætó tæmir bæinn eftir flugeldasýningu

Fólk streymdi inn í strætisvagnana við BSÍ.
Fólk streymdi inn í strætisvagnana við BSÍ. Ljósmynd/Eyþór Árnason

Klukk­an hálfell­efu í kvöld breyt­ti Strætó úr al­mennu leiðakerfi sínu yfir í svo­kallað tæm­ing­ar­kerfi sem miðast að því að koma sem flest­um úr miðbæn­um á sem skemmst­um tíma. Tæm­ing­ar­kerf­inu lýk­ur klukk­an eitt og þá tek­ur næt­ur­strætó við. Ekki verður frítt í næt­ur­strætó, eins og í aðrar ferðir með Strætó í dag.

Mik­ill mann­fjöldi er í miðborg­inni, en þar lauk flug­elda­sýn­ingu Menn­ing­ar­næt­ur fyr­ir um hálf­tíma. Áður en tæm­ing­ar­kerfi strætó tók gildi söfnuðust stræt­is­vagn­ar sam­an á Miklu­braut, þaðan sem þeir óku tóm­ir að bæði BSÍ og Hlemmi og þaðan út í hverfi höfuðborg­ar­svæðis­ins, troðfull­ir af fólki sem hef­ur átt góðan dag eða kvöld í bæn­um.

Tugir þúsunda, ef ekki yfir hundrað þúsund manns, fylgdust með …
Tug­ir þúsunda, ef ekki yfir hundrað þúsund manns, fylgd­ust með flug­elda­sýn­ing­unni við höfn­ina. mbl.is/​Hari
Sýningin var glæsileg og sást ágætlega héðan úr Hádegismóum, enda …
Sýn­ing­in var glæsi­leg og sást ágæt­lega héðan úr Há­deg­is­mó­um, enda bjart og fal­legt kvöld í Reykja­vík. mbl.is/​Hari

Guðmund­ur Birg­ir Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri viðburða á Menn­ing­arnótt, sagði að þetta fyr­ir­komu­lag á strætó­ferðum af Menn­ing­arnótt hafi gengið mjög vel síðustu ár og hann átti ekki von á neinu öðru í kvöld. 

„Það hef­ur gengið al­veg ótrú­lega hratt og það hef­ur verið merki­legt að sjá að beint eft­ir flug­elda­sýn­ing­una ligg­ur bara al­veg straum­ur­inn heim. Síðustu ár hef­ur það gengið vel og ég vona að það gangi einnig vel í ár,“ seg­ir Guðmund­ur.

Guðmund­ur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyr­ir miðnætti í kvöld að eft­ir því sem hann best vissi gengi tæm­ingaráætl­un miðbæj­ar­ins vel fyr­ir sig.

Hann sagði fyrr í kvöld við mbl.is að dag­ur­inn hefði verið anna­sam­ur, en stemn­ing­in hefði verið góð og að marg­ir bíl­stjór­ar fyr­ir­tæk­is­ins sækt­ust sér­stak­lega eft­ir því að vinna seinni hluta Menn­ing­ar­næt­ur, þar sem þá sé skipu­lagið skemmti­legt og farþeg­arn­ir já­kvæðir.

Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Vagnarnir röðuðu sér upp á Miklubraut ofan Lönguhlíðar áður en …
Vagn­arn­ir röðuðu sér upp á Miklu­braut ofan Löngu­hlíðar áður en brunað var niður á BSÍ og Hlemm til að sækja gesti miðborg­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Fólk streymir úr miðbænum.
Fólk streym­ir úr miðbæn­um. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert