Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, segir erfitt að halda aftur …
Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, segir erfitt að halda aftur af sér með að sökkva hvalveiðiskipunum. AFP

Stofn­andi sam­tak­anna Sea Shepherd, Paul Wat­son, seg­ir að þau myndu gjarn­an vilja sökkva þeim tveim­ur hval­veiðiskip­um Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og sam­tök­in hafi gert árið 1986 í til­felli hinna tveggja skipa fyr­ir­tæk­is­ins. Það sé hins veg­ar ekki skyn­sam­legt. Með því yrði Kristjáni Lofts­syni, for­stjóra Hvals, greiði gerður. Seg­ir Wat­son þó erfitt fyr­ir Sea Shepherd og hann sjálf­an að halda aft­ur af sér með að sökkva skip­un­um.

Þetta kem­ur fram í grein sem Wat­son rit­ar á vefsíðu Sea Shepherd í sum­ar þar sem málið er út­skýrt fyr­ir stuðnings­mönn­um sam­tak­anna. „Hvers vegna ger­um við það ekki aft­ur?“ spyr Wat­son og svar­ar: „Skip­in tvö sem við sökkt­um héldu aldrei til hval­veiða á ný og liggja núna á strönd­inni og ryðga. En hin tvö skip­in eru enn til staðar og það væri ein­falt mál að sökkva þeim. Eða það væri ein­falt mál að koma í veg fyr­ir veiðar skip­anna tveggja á hafi úti með bát­un­um okk­ar.“

„Við gæt­um gert það og við mynd­um virki­lega vera til í að gera það. En við get­um það ekki. Ekki vegna þess að það sé ekki fram­kvæm­an­legt. Nei, vanda­málið er að það myndi ekki skila sér aðferðafræðilega. Ef við vild­um fá mikla at­hygli og safna mikl­um fjár­fram­lög­um til þess að fara í hval­veiðistríð við Ísland er ég sann­færður um að við gæt­um aflað þess stuðnings. En því miður er mjög mik­il­væg­ar ástæður sem koma í veg fyr­ir að við get­um gert það. Ástæðan er sú að það er ná­kvæm­lega það sem Kristján Lofts­son, eig­andi þessa hræðilega iðnaðar, vill að við ger­um,“ held­ur Wat­son áfram.

Bind­ur von­ir sín­ar við and­lát eldri Íslend­inga

Wat­son seg­ir ljóst að stuðning­ur við hval­veiðar á meðal Íslend­inga hafi minnkað mikið. Sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un sé aðeins um þriðjung­ur hlynnt­ur veiðunum, þriðjung­ur á móti og þriðjung­ur hafi ekki myndað sér skoðun á mál­inu. „Þessi 34% sem styðja hval­veiðar eru gjarn­an gaml­ir, illa menntaðir ís­lensk­ir karl­menn. Sam­hliða því sem þeir deyja fækk­ar þeim sem styðja hval­veiðar.“ Kann­an­ir sýni að stuðning­ur minnki eft­ir því sem fleiri eldri Íslend­ing­ar ljúki jarðvist sinni.

Skip á vegum Sea Shepherd.
Skip á veg­um Sea Shepherd. AFP

„Kæmi til aðgerða af hálfu Sea Shepherd á þess­um tíma­punkti myndi það aðeins skapa for­send­ur fyr­ir aukn­um stuðningi Íslend­inga við hval­veiðar vegna þjóðern­is­bylgj­unn­ar sem þær myndu valda,“ seg­ir Wat­son enn­frem­ur. Önnur staða hafi verið uppi að hans sögn árið 1986 þegar nán­ast öll ís­lenska þjóðin hafi stutt hval­veiðar. Þá hafi engu verið að tapa en allt að vinna með því að ráðast á hval­veiðiskip­in og hval­stöðina í Hval­f­irði sem sam­tök­in unnu einnig mikl­ar skemmd­ir á.

Wat­son seg­ir að aðgerðir Sea Shepherd árið 1986 hafi orðið til þess að dregið hafi úr hval­veiðum og seg­ir hann sam­tök­um sín­um meðal ann­ars að þakka að Íslend­ing­ar hafi hætt hval­veiðum í lok 9. ára­tug­ar síðustu ald­ar. „Það er ein­fald­lega ekki næg­ur hagnaður leng­ur til þess að rétt­læta það að taka ný skip í notk­un í stað þeirra skipa [Kristjáns] Lofts­son­ar sem við eyðilögðum árið 1986.“ Seg­ir hann Íslend­inga verri hval­veiðiþjóð en Jap­ani og Norðmenn þar sem þeir veiði langreyði.

Borða hval­kjöt vegna banns í heima­lönd­un­um

Wat­son seg­ir að Banda­rík­in, Ástr­al­ía, Evr­ópu­sam­bandið og aðrir aðilar að Alþjóðahval­veiðiráðinu gætu gripið til refsiaðgerða gegn Íslandi en hafi öll neitað að gera það. Það séu frek­ar ferðamenn sem heim­sæki Ísland sem borði hval­kjöt en Íslend­ing­ar sjálf­ir sam­kvæmt könn­un­um og Banda­ríkja­menn og Evr­ópu­bú­ar geri það vegna þess að það sé bannað í heima­lönd­um þeirra. Ef ferðamenn myndu hætta að borða hval­kjöt yrði það til þess að hval­veiðar Íslend­inga minnkuðu veru­lega.

Wat­son seg­ir að Kristján Lofts­son sé eina ástæðan fyr­ir hval­veiðunum. „Góðu frétt­irn­ar eru að hann verður dauður inn­an fárra ára og von­andi deyja hval­veiðar í at­vinnu­skyni með hon­um. Nema Íslend­ing­ar sjái ástæðu til þess að áfram­hald­andi áhuga á hval­veiðum og það eina sem gæti orðið til þess er ef ut­anaðkom­andi hóp­ur gripi til aðgerða eins og við gerðum 1986.“ Vís­ar hann til þess í grein­inni í því sam­bandi að Kristján sé orðinn 75 ára gam­all en verið 43 ára þá.

Hvalveiðiskipið Hvalur 9.
Hval­veiðiskipið Hval­ur 9. mbl.is/​Krist­inn

„Með dauða hval­veiða í at­vinnu­skyni og vax­andi starf­semi í kring­um hvala­skoðun er ljóst hvert stefn­ir og þó ég myndi ekk­ert vilja frek­ar en að senda þau tvö hval­veiðiskip sem eft­ir eru niður á hafs­botn myndi slík aðgerð ekki vera gagn­leg fyr­ir skjól­stæðinga okk­ar. Já, marg­ir vilja að við gríp­um til aðgerða og hafa sagt mér að þeir vilji fjár­magna slíka her­ferð. En ég verð að setja lang­tíma­hags­muni skjól­stæðinga okk­ar í for­grunn og skjól­stæðing­ar okk­ar eru hval­irn­ir,“ seg­ir hann.

Mjög erfitt að grípa ekki til aðgerða gegn Íslandi

„Við höf­um ekki yf­ir­gefið þá [hval­ina]. Starfs­menn okk­ar eru á Íslandi og þeir eru að fylgj­ast með og skrá­setja. Ólög­leg­ar aðgerðir Íslands fara ekki fram­hjá nein­um og við höld­um áfram að reyna að sann­færa aðild­ar­ríki Alþjóðahval­veiðiráðsins um að grípa til refsiaðgerða. Því miður lif­um við í heimi sem skort­ir póli­tísk­an og efna­hags­leg­an hvata til þess að fram­fylgja alþjóðleg­um um­hverf­is­vernd­ar­lög­um,“ seg­ir Wat­son áfram og bæt­ir enn­frem­ur við:

„Per­sónu­lega get ég staðfest að það er mjög erfitt fyr­ir okk­ur að grípa ekki til aðgerða. Mig lang­ar inni­lega til þess að eyðileggja þessi dráps­skip með fé­lög­um mín­um í Sea Shepherd. En við verðum að taka mið af stóru mynd­inni. Árið 1986 gerði hug­rökk áhöfn okk­ar það rétta í stöðunni með já­kvæðri niður­stöðu. Síðan 1986 hef­ur fé­lags­lega um­hverfið hins veg­ar breyst,“ seg­ir hann og vís­ar til ald­urs Kristjáns og minni stuðnings við hval­veiðar á Íslandi miðað við kann­an­ir.

„Bandamaður okk­ar núna er ein­fald­lega tím­inn. Þegar [Kristján] Lofts­son deyr þá deyja hval­veiðar Íslend­inga einnig,“ seg­ir Wat­son. Lík­ir hann Kristjáni við Ahab skip­stjóra í skáld­sög­unni um hvíta hval­inn Moby Dick. Kristján eigi syni en þeir séu ólík­leg­ir að mati Wat­sons til þess að vilja fjár­festa í nýj­um skip­um og búnaði. Seg­ir hann Ísland fal­legt land en hval­veiðarn­ar séu eini blett­ur­inn á þjóðinni. „Hval­veiðar Íslend­inga eru að deyja og það er von­andi ekki langt í það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert