Áhættumatið kynnt á næstu vikum

Willeberg mun á næstunni kynna áhættumat sitt um innflutning gæludýra …
Willeberg mun á næstunni kynna áhættumat sitt um innflutning gæludýra fyrir sérfræðingum. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir

Vinna við áhættumat sem er­lend­ur sér­fræðing­ur, Pre­ben Wil­le­berg, hef­ur unnið fyr­ir land­búnaðarráðuneytið um inn­flutn­ing gælu­dýra er mjög langt kom­in. Þetta kem­ur fram í svör­um land­búnaðarráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hunda­rækt­ar­fé­lag Íslands (HRFÍ) sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í síðustu viku þar sem það seg­ir rök um lengd ein­angr­un­ar gælu­dýra ekki stand­ast og kall­ar eft­ir áhættumati Wil­le­bergs, sem átti að vera til­búið í apríl á þessu ári. 

Til­efnið var ný­leg grein þriggja vís­inda­manna sem segja sníkju­dýr hafa borist með inn­flutt­um gælu­dýr­um í ís­lenska dýra­stofna. „Ég hef áhyggj­ur af að þessi sam­an­tekt frá Keld­um, sem kem­ur á þess­um tíma­punkti, sé sett fram í póli­tísk­um til­gangi,“ hafði mbl.is eft­ir Her­dísi Hall­m­ars­dótt­ur, for­manni HRFÍ við það tæki­færi.

HRFÍ hef­ur lengi viljað end­ur­skoðun á reglu­verk­inu, sem er orðið 15 ára gam­alt, enda er það mat fé­lags­ins að nú­ver­andi ein­angr­un­ar­regl­ur brjóti í bága við lög um dýra­vel­ferð.

Fer yfir skýrsl­una með ráðuneyti og sér­fræðing­um

Að sögn Þórs Hrafns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa í ráðuneyt­inu, verður hald­inn fund­ur á næstu vik­um með Wil­le­berg þar sem hann fer yfir skýrslu sína með ráðuneyt­inu og sér­fræðing­um. Upp­haf­lega hafi staðið til að fund­ur­inn yrði hald­inn í júlí, en það hafi dreg­ist vegna sum­ar­leyfa.

Seg­ist Þór von­ast til að fund­ur­inn verði hald­inn fyr­ir næstu mánaðamót. „Þá þurfa menn að taka umræðu um skýrsl­una og taka af­stöðu til þess hvort þeir séu sam­mála því sem þar kem­ur fram,“ seg­ir hann og kveðst gera ráð fyr­ir að skýrsl­an verði gerð op­in­ber eft­ir að búið er að kynna hana sér­fræðing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert