Ráðherrar funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­sæt­is­ráðherra fundaði í dag með fjár­málaráðherra, sam­gönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­mála vegna stöðu ís­lensku flug­fé­lag­anna. Ráðherr­arn­ir ræddu skýrslu starfs­hóps sem kann­ar kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að flug­fé­lög­in hafi ekki óskað eft­ir aðstoð frá ís­lenska rík­inu. 

Sam­ráðshóp­ur um kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki

„Við stofnuðum sam­ráðshóp sem skoðar kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki. Sá hóp­ur fór af stað í vor og hef­ur verið að skoða og greina þjóðhags­leg áhrif ólíkra geira og kerf­is­lægra mik­il­vægra fyr­ir­tækja,“ út­skýr­ir Katrín og seg­ir að í dag hafi staðan á flug­markaði hafi verið til umræðu á ráðherra­fund­in­um í dag.

„Við feng­um í raun skýrslu frá þeim hópi um hvað hann hef­ur verið að gera. Það hef­ur verið vinna í gangi frá því í vor og við fór­um yfir hana í dag. Það er auðvitað mik­il­vægt að greina efna­hags­leg áhrif. Flugrekst­ur er hér orðinn tölu­vert um­fangs­mik­ill. Hann hef­ur líka áhrif á aðrar at­vinnu­grein­ar, eins og ferðaþjón­ust­una,“ bæt­ir Katrín við.

Hafa ekki óskað eft­ir aðstoð frá rík­inu

Katrín seg­ir að beiðni um aðstoð frá rík­inu hafi ekki borist frá ís­lensk­um flug­fé­lög­um og að fund­ur­inn í dag hafi verið stöðufund­ur. Aðspurð hvort rík­is­stjórn­in ætli sér að gera varúðarráðstaf­an­ir vegna stöðunn­ar sem kæmi upp ef flug­fé­lög­in óskuðu eft­ir rík­isaðstoð seg­ir hún starfs­hóp­inn um kerf­is­læg mik­il­væg fyr­ir­tæki vera að skoða þá sviðsmynd að ein­hverju leyti.

„Það má eig­in­lega segja að við höf­um þegar ákveðið að fara í þá vinnu þegar við sett­um þenn­an starfs­hóp á lagg­irn­ar í vor. Þannig að við séum með betri kort­lagn­ingu á þess­um þjóðhags­legu áhrif­um til að mynda,“ seg­ir Katrín en bæt­ir því við að ís­lensku flug­fé­lög­in séu einka­rek­in fyr­ir­tæki á markaði og því sé ekki rík­is­ábyrgð á rekstri þeirra.

Niðurstaða vænt­an­leg í haust

Katrín seg­ir starfs­hóp­inn ekki hafa skilað niður­stöðu varðandi stöðuna á flug­markaðinum en hún sé vænt­an­leg með haust­inu.

„Við vor­um í raun að taka stöðuna á vinnu hóps­ins. Það eru ekki komn­ar niður­stöður. Starfs­hóp­ur­inn skil­ar vænt­an­lega af sér skýrslu á haust­dög­um, það hef­ur verið rætt um sept­em­ber í því sam­hengi,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert