Innan við helmingur staðfestur

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Alls voru 43 pró­sent ákv­arðana Útlend­inga­stofn­un­ar, um brott­vís­un og end­ur­komu­bann ein­stak­linga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi, staðfest­ar af kær­u­nefnd út­lend­inga­mála í fyrra. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

„Ég held að það sé óhætt að full­yrða að hlut­fallið sé frek­ar hátt,“ seg­ir Hjört­ur Bragi Sverris­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, í Frétta­blaðinu um sam­an­b­urð við kær­u­nefnd­ir í stjórn­sýsl­unni al­mennt.

Hann seg­ir að skipta megi þess­um mál­um í tvo flokka. Ann­ars veg­ar séu það mál sem tengj­ast af­greiðslu um­sókna um alþjóðlega vernd og hins veg­ar ákv­arðanir um brott­vís­un þeirra sem verið hafa hér of lengi eða saka­manna sem hafa hlotið og afplánað dóma hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert