Ný stofnun yfir friðlýst svæði

Þjóðgarðarnir hafa mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.
Þjóðgarðarnir hafa mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. mbl.is/RAX

„Þetta er gert til þess að efla náttúruvernd í landinu, gefa henni meiri slagkraft,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um tillögur sem lagðar hafa verið fram um nýja stofnun sem ætlað er að annast umsýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða í landinu, auk almennrar náttúruverndar.

Í drögum að frumvarpi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins og ráðherra kynnir á fundum með ýmsum hagsmunaaðilum um allt land um þessar mundir er gert ráð fyrir að stjórnun þjóðgarðanna þriggja verði sameinuð í einni stofnun ásamt öðrum friðlýstum svæðum.

Þjóðgarðarnir eru Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Önnur friðlýst svæði eru talin liðlega 100. Þeirra á meðal eru verndarsvæði Laxár og Mývatns og Breiðafjörður en bæði þessi svæði eru friðlýst með sérstökum lögum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka