Ný stofnun yfir friðlýst svæði

Þjóðgarðarnir hafa mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.
Þjóðgarðarnir hafa mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. mbl.is/RAX

„Þetta er gert til þess að efla nátt­úru­vernd í land­inu, gefa henni meiri slag­kraft,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra um til­lög­ur sem lagðar hafa verið fram um nýja stofn­un sem ætlað er að ann­ast um­sýslu allra þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða í land­inu, auk al­mennr­ar nátt­úru­vernd­ar.

Í drög­um að frum­varpi sem um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið hef­ur lagt fram til kynn­ing­ar í sam­ráðsgátt stjórn­ar­ráðsins og ráðherra kynn­ir á fund­um með ýms­um hags­munaaðilum um allt land um þess­ar mund­ir er gert ráð fyr­ir að stjórn­un þjóðgarðanna þriggja verði sam­einuð í einni stofn­un ásamt öðrum friðlýst­um svæðum.

Þjóðgarðarn­ir eru Vatna­jök­ulsþjóðgarður, Þjóðgarður­inn á Þing­völl­um og Þjóðgarður­inn Snæ­fells­jök­ull. Önnur friðlýst svæði eru tal­in liðlega 100. Þeirra á meðal eru vernd­ar­svæði Laxár og Mý­vatns og Breiðafjörður en bæði þessi svæði eru friðlýst með sér­stök­um lög­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert