Þjóðgarðsvarðarstaðan ekki auglýst með fyrirvara

Auglýst hefur verið eftir þjóðgarðsverði á Þingvöllum til fimm ára.
Auglýst hefur verið eftir þjóðgarðsverði á Þingvöllum til fimm ára. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þessi staða er aug­lýst til fimm ára eins og all­ar svona stöður. Það er í sjálfu sér ekki farið að skoða hvað yrði um þá stöðu þegar og ef Þjóðgarðsstofn­un­in verður til. Það er jú allt sam­an í vinnslu og und­ir­bún­ingi,“ seg­ir Ari Trausti Guðmunds­son, formaður Þing­valla­nefnd­ar. Aug­lýst hef­ur verið eft­ir nýj­um þjóðgarðsverði, en fyrr í sum­ar voru drög að frum­varpi um sam­ein­ingu þjóðgarðanna þriggja kynnt.

„Auðvitað er reiknað með því að þessi Þjóðgarðsstofn­un verði til á kjör­tíma­bil­inu, en regl­urn­ar eru mjög skýr­ar þegar kem­ur að því að ráða for­stöðumenn rík­is­stofn­ana eins og þjóðgarður­inn á Þing­völl­um er. Þá er það bara ráðið til fimm ára, það eru regl­ur,“ seg­ir Ari.

„Ef það verða svo ein­hverj­ar laga- eða skipu­lags­breyt­ing­ar þá verður bara tekið á því þegar þar að kem­ur.“

Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.
Ari Trausti Guðmunds­son, formaður Þing­valla­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert

Eng­inn fyr­ir­vari um breyt­ing­ar enn þá 

Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að þjóðgarðarn­ir þrír, Vatna­jök­ulsþjóðgarður, þjóðgarður­inn á Þing­völl­um og þjóðgarður­inn Snæ­fells­jök­ull, verði sam­einaðir í eina Þjóðgarðsstofn­un.

Helstu mark­mið með stofn­un­inni eru að „efla nátt­úru­vernd­ar­svæði með ein­föld­un stjórn­kerf­is, auk­inni skil­virkni og sam­nýt­ingu þekk­ing­ar“, eft­ir því sem fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir einnig að í skipu­lagi og fyr­ir­komu­lagi stjórn­un­ar stofn­un­ar­inn­ar sé lögð áhersla á vald­dreif­ingu og aðkomu sveit­ar­fé­laga og sam­taka al­menn­ings að stjórn­un og stefnu­mót­un svæðanna sem und­ir hana heyra.

Ari seg­ir Þjóðgarðsstofn­un­ina ekki hafa áhrif á þjóðgarðsvörð Þing­valla að svo stöddu og er staðan því ekki aug­lýst með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar sem kunna að geta stafað af henni.

„Regl­urn­ar eru núna þannig að til­von­andi þjóðgarðsvörður verður ráðinn til fimm ára og svo þegar þessi lög verða samþykkt eða ekki samþykkt þá verður bara tekið á því.

Það er eng­inn fyr­ir­vari á þessu núna. Þó að þetta séu ekki óskyld mál þá eru þau ótengd þangað til lengra er komið.“

Einar Á. Sæmundssen hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðasta árið.
Ein­ar Á. Sæ­munds­sen hef­ur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðasta árið. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert