Teljari í dæluskúr gaf sig

Unnið að því að hreinsa upp olíuna sem fór í …
Unnið að því að hreinsa upp olíuna sem fór í höfnina á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Telj­ari í ol­íu­dælu­skúr gaf sig með þeim af­leiðing­um að olía spýtt­ist úr hon­um, flæddi úr skúrn­um og í höfn­ina á Fá­skrúðsfirði en verið var að dæla olíu um borð í upp­sjáv­ar­skipið Hof­fell SU-80 þegar óhappið varð. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Skelj­ungi.

„Starfsmaður við dæl­ing­una fann fljót­lega olíulykt og brást við með því að stöðva þegar dæl­ingu. Ekki [er] hægt að segja til með ná­kvæm­um hætti um það hve mikið magn lak í sjó­inn eins og er.

Þegar var til­kynnt til yf­ir­valda um slysið og all­ir til­tæk­ir menn kallaðir til. Óskað var eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á staðnum, Geisla, sem vann afar gott starf við að hefta út­breiðslu lek­ans. Bát­ar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar slæddu ol­í­una af sjón­um og söfnuðu í flekk sem síðan var sog­inn upp með dælu­bíl. Fljótt var þannig náð góðum tök­um á út­breiðslu ol­í­unn­ar og stjórn á ástand­inu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kring­um dælu­skúr­inn. Afar góðar aðstæður voru til hreins­un­ar­starfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hæg­ur and­vari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart,“ seg­ir í til­kynn­ingu Skelj­ungs.

Aðstæður verða yf­ir­farn­ar á nýj­an leik í dag. Farið verður strax í að skoða hvers vegna telj­ar­inn gaf sig. Ekki er sams kon­ar telj­ari í notk­un ann­ars staðar hjá fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert