„Þetta er bara ömurlegt“

Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. …
Mikil ummerki voru eftir að ferðamennirnir höfðu ekið um sandana. Rekstraraðili hefur tilkynnt lögreglu um atvikið. Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson

Ferðamenn sem keyrðu utan veg­ar og tjölduðu á Skeiðar­ársandi hafa verið til­kynnt­ir til lög­reglu af bíla­leig­unni sem leigði þeim bíl­inn. Bogi Jóns­son hjá Camp­ingcars seg­ir við mbl.is að ferðamenn­irn­ir verði boðaðir í skýrslu­töku hjá lög­regl­unni vegna máls­ins. „Þetta er bara öm­ur­legt í ljósi þess að við eyðum svona mikl­um tíma í hvern ein­stak­ling til þess að passa að þess­ir hlut­ir séu í lagi.“

Upp­haf­lega hafði Bogi ætlað að kæra þá sem tóku bíl­inn á leigu, en þess­um áform­um lýsti hann í svari við færslu sem var birt á síðu Face­book-hóps­ins Bak­land ferðaþjón­ust­unn­ar. Hafði Davíð Sig­urþórs­son, leiðsögumaður sem var á ferð um Skeiðar­ársand, birt mynd af bíl sem hafði keyrt ut­an­veg­ar og lagt til þess að tjalda.

Gat ekki kært

„Þetta sýn­ir manni kannski hvernig kerfið virk­ar. Ég hef sem bet­ur fer aldrei þurft að fram­kvæma það áður að leggja fram kæru gegn nokkr­um manni,“ seg­ir Bogi og út­skýr­ir að hann hafi ekki getað kært leigu­taka þar sem hann telst ekki aðili máls. „Form­lega get ég ekki annað gert en að til­kynna þetta til lög­reglu,“ seg­ir Bogi.

Mikil för eru eftir aksturinn.
Mik­il för eru eft­ir akst­ur­inn. Ljós­mynd/​Davíð Sig­urþórs­son

Hann seg­ist hafa til­kynnt lög­reglu um at­vikið. „Ég var bara að ljúka við að ræða við lög­regl­una. Það sem kem­ur til með að ske núna, sem sagt er ég með öll gögn um þau og mynd­ir af Face­book, og þau verða að mæta til skýrslu­töku hjá lög­regl­unni,“ seg­ir Bogi.

Hann seg­ist ekki von­svik­inn yfir því að fá ekki að kæra. „Það skipt­ir mig engu máli hvort það heit­ir að kæra eða til­kynna. Ég hins veg­ar vil að svona aðilar séu látn­ir borga sekt­ir fyr­ir svona lagað. Við erum lít­il leiga og eyðum, og eig­um að eyða, tölu­verðu púðri í að hamra á þess­um hlut­um að ut­an­vega­akst­ur og svo­kallað wild-camp­ing sé ekki leyfi­legt.“

Sögðust ekki vita bet­ur

Davíð, sem tók mynd­irn­ar, seg­ir við mbl.is að hann hafi talað við ferðamenn­ina og þeir fyrst reynt að telja hon­um trú um að hafa ekki vitað bet­ur. „Þeir vissu al­veg upp á sig skömm­ina,“ seg­ir hann og bæt­ir við að staðar­valið hafi verið sér­kenni­legt þar sem „þetta er einn af fáum stöðum sem er vel merkt að þarna megi ekki keyra. Hér eru líka stór­ir stein­ar sett­ir fyr­ir ein­mitt til þess að koma í veg fyr­ir svona.“

Að sögn Davíðs lend­ir hann ekki oft í því að rek­ast á ferðamenn sem gera sam­bæri­lega hluti. „Þetta ger­ist öðru hverju, en maður sér af­leiðing­arn­ar sem eru meira áber­andi mánuð eft­ir mánuð, viku eft­ir viku og dag eft­ir dag.“

Hann seg­ist ekki hafa neina sér­staka lausn á mál­inu annað en að brýnt verði fyr­ir mönn­um að skemmd­irn­ar sem ut­an­vega­akst­ur veld­ur séu var­an­leg­ar og að sekt­ir verði hækkaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert