Þurfum lengra sumar

Ekki er byrjað að taka upp kartöflur til vetrarins í …
Ekki er byrjað að taka upp kartöflur til vetrarins í Þykkvabæ. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útlit er fyr­ir góða kart­öflu­upp­skeru á Norður­landi í haust. Lít­il upp­skera verður á Suður­landi nema gott veður og frost­laust verði fram eft­ir hausti.

„Það eru ágæt­is horf­ur á Eyja­fjarðarsvæðinu. Sæmi­leg­ar í Hornafirði en mis­mun­andi ann­ars staðar,“ seg­ir Berg­vin Jó­hanns­son á Áshóli í Grýtu­bakka­hreppi, formaður Lands­sam­bands kart­öflu­bænda.

Berg­vin tel­ur að upp­sker­an í Eyjaf­irði verði vel í meðallagi en tek­ur fram að næstu tvær viku ráði miklu um niður­stöðuna. Ástæðan fyr­ir góðri upp­skeru á Norður­landi er gott veður í sum­ar. Hægt var að setja útsæðið niður snemma. Að vísu var maí frek­ar kald­ur og hægði á sprettu. „Upp­sker­an væri enn betri ef sól­ar hefði notið meira við og þá væru menn byrjaðir að taka upp kart­öfl­ur og koma í hús, til að geyma til vetr­ar­ins,“ seg­ir Berg­vin í um­fjöll­un um horf­ur í kart­öflu­rækt í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert