Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

Á gæsaveiðum.
Á gæsaveiðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lög­regl­an á Norður­landi vestra hafði af­skipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsa­veiðitíma­bilið hófst. Seg­ir lög­regl­an að all­ir, fyr­ir utan einn, hafi verið til fyr­ir­mynd­ar, eft­ir að hafa farið yfir regl­ur um skot­veiðar, kannað skot­vopna­rétt­indi, veiðikort og skot­vopn veiðimann­anna.

Þessi eini veiðimaður gat ekki sýnt fram á gilt veiðikort. „Ein­um veiðimanni sem var að gera sig klár­an til veiða við tjörn nokkra var gert að hætta við þá fyr­ir­ætl­an þar sem hann gat ekki sýnt fram á gilt veiðikort,“ seg­ir í færslu á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar, en sam­kvæmt reglu­gerð um veiðikort skal veiðimaður bera á sér slíkt kort á veiðum ásamt per­sónu­skil­ríkj­um.

„Það var sam­dóma álit þeirra veiðimanna sem rætt var við að þeir fögnuðu þessu fram­taki lög­regl­unn­ar og voru hæst­ánægðir með sam­skipt­in,“ seg­ir jafn­framt í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert