Greiddu 1,4 milljónir vegna utanvegaaksturs

Við Grafarlönd á Öskjuleið.
Við Grafarlönd á Öskjuleið. Ljósmynd/Lögreglan

Hóp­ur er­lendra ferðamanna, sem gerðist sek­ur um ut­an­vega­akst­ur við Jök­uls­ár­lón á Breiðamerk­urs­andi á sunnu­dag og í friðland­inu við Graf­ar­lönd á Öskju­leið á mánu­dag, greiddi sam­tals 1,4 millj­ón­ir í sekt í dag.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra. Þar seg­ir að embættið hafi lokið rann­sókn er varðar ut­an­vega­akst­ur hóps 25 er­lendra ferðamanna á sjö breytt­um jeppa­bif­reiðum.

Ekki var þó öll­um öku­tækj­un­um sjö ekið utan vega í þess­um til­vik­um, en hóp­ur­inn hafði þó verið að ferðast sam­an sem ein heild og tjón á landi af völd­um fjög­urra bif­reiða staðfest.

Tölu­verðar skemmd­ir voru unn­ar á landi við vest­ur­strönd Jök­uls­ár­lóns og gríðarlegt tjón á landi í Graf­ar­lönd­um norðan Herðubreiðar.

Við rann­sókn máls­ins kom fram hjá aðilum máls, að um kunn­áttu­leysi og vanþekk­ingu hefði verið að ræða og var beðist af­sök­un­ar vegna þess tjóns sem unnið var.

Viðkom­andi ferðamenn óskuðu þess jafn­framt að fá að aðstoða við lag­fær­ing­ar þess lands sem varð fyr­ir tjóni, en var það mat land­varða að betra væri að fá til verks­ins sér­tæk­an búnað og fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert