Hæstu launin eru um 1,5 milljónir á mánuði

Borgarritari er launahæsti embættismaður Reykjavíkurborgar.
Borgarritari er launahæsti embættismaður Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarritari og sviðsstjórar velferðar-, skóla- og frístunda-, íþrótta- og tómstunda- og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar eru launahæstu embættismenn borgarinnar að því er fram kemur í svari kjaranefndar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Alls heyra 58 embættismenn borgarinnar undir kjaranefnd, en launakjör þeirra eru frá um 950.000 krónur til um 1.500.000 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kjaranefnd skal fylgjast með ákvörðunum kjararáðs ríkisins sem nú hefur verið lagt niður. Ekki er þó bein tengingu milli launa ákveðinna embættismanna ríkisins og ákvarðana kjararáðs um laun æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í gögnum kjaranefndar frá 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert