Hæstu launin eru um 1,5 milljónir á mánuði

Borgarritari er launahæsti embættismaður Reykjavíkurborgar.
Borgarritari er launahæsti embættismaður Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borg­ar­rit­ari og sviðsstjór­ar vel­ferðar-, skóla- og frí­stunda-, íþrótta- og tóm­stunda- og menn­ing­ar- og ferðamála­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar eru launa­hæstu emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar að því er fram kem­ur í svari kjara­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Alls heyra 58 emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar und­ir kjara­nefnd, en launa­kjör þeirra eru frá um 950.000 krón­ur til um 1.500.000 krón­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Kjara­nefnd skal fylgj­ast með ákvörðunum kjararáðs rík­is­ins sem nú hef­ur verið lagt niður. Ekki er þó bein teng­ingu milli launa ákveðinna emb­ætt­is­manna rík­is­ins og ákv­arðana kjararáðs um laun æðstu stjórn­enda Reykja­vík­ur­borg­ar, að því er fram kem­ur í gögn­um kjara­nefnd­ar frá 2017.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert