Koma ekki út af hvalveiðunum

Hvalskurður í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Hvalskurður í hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Cli­ve Stacey, fram­kvæmda­stjóri bresku ferðaskrif­stof­unn­ar Disco­ver the World, seg­ir marga Breta hafa haft orð á því und­an­farið að þeir muni ekki ferðast til Íslands meðan Íslend­ing­ar veiða hvali.

Ferðaskrif­stof­an hef­ur skipu­lagt ferðir til Íslands í 35 ár og flutti í fyrra um 14 þúsund manns til lands­ins.

„Fyr­ir­tæki mitt hef­ur að und­an­förnu verið með sýn­ingu á ár­legri sýn­ingu fugla­skoðara í Bretlandi. Við höf­um tekið eft­ir því að um­tals­verður hóp­ur fólks hef­ur komið við á básn­um okk­ar og haft á orði að þótt það myndi virki­lega vilja heim­sækja Ísland heim muni það ekki gera það fyrr en hval­veiðum verði hætt,“ seg­ir Stacey í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert