Munu hafa öryggi iðkenda í 1. sæti

Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag. mbl.is/Arnþór

„Það er mjög áber­andi á Íslandi hvað hlut­fall þátt­tak­enda í íþrótt­um er hátt. Það sem við erum að gera nær til svo stórs hóps. Þess vegna skipt­ir svo miklu máli að þetta sé skýrt og fag­lega unnið,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Starfs­hóp­ur ráðuneyt­is­ins kynnti í dag til­lög­ur um aðgerðir gegn kyn­ferðis­legri áreitni og of­beld­is­hegðun í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi.

Til­lög­urn­ar voru kynnt­ar fyr­ir rík­is­stjórn­inni í morg­un og sagði Lilja á fund­in­um að mik­il ánægja hefði verið með þær.

Á meðal til­lag­anna sem kynnt­ar voru er að til staðar sé óháður aðili sem tek­ur við ábend­ing­um um of­beldi og aðra óæski­lega hegðun inn­an íþrótta- og æsku­lýðsstarfs og get­ur komið þeim í rétt­an far­veg, en ráðuneytið er nú að vinna að frum­varpi um slík­an aðila.

Þá er mik­il­vægi fræðslu og for­varna um kyn­ferðis­legt of­beldi einnig áber­andi á meðal til­lag­anna.

Sam­ráðshóp­ur­inn var skipaður í kjöl­farið af #églíka eða #met­oo-yf­ir­lýs­ing­um nokk­urra íþrótta­kvenna í Kast­ljósi í byrj­un árs.

„Mér fannst mjög mik­il­vægt að ná strax utan um þetta mál,“ sagði Lilja. „Það sem við erum að gera er að auka ör­yggi iðkenda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert