Réðst á eiganda sinn

Hundurinn hafði bitið eigandann, sem er kona á fertugsaldri, í …
Hundurinn hafði bitið eigandann, sem er kona á fertugsaldri, í andlit og aðra höndina. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hún hafi verið kölluð að heimili í bænum á sunnudagskvöld, en þar hafði heimilishundur af tegundinni alaska malamute ráðist á húsbónda sinn.

Hundurinn hafði bitið eigandann, sem er kona á fertugsaldri, í andlit og aðra höndina. Var konan með töluverða áverka við augu og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar.

Segir lögreglan að til standi að aflífa hundinn að ósk eigandans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert