Sýkingar minnka um 72%

Sigurður Ólafsson og Magnús Gottfreðsson eru ánægðir með þann árangur …
Sigurður Ólafsson og Magnús Gottfreðsson eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst í baráttunni gegn lifrarbólgu C. Þeir telja að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að ná takmarki WHO, fyrst þjóða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Töl­urn­ar sem voru kynnt­ar í dag sýna ótví­rætt að meðal þeirra sem neyta fíkni­efna í æð hef­ur al­gengi sýk­ing­ar­inn­ar lækkað veru­lega á und­an­förn­um tveim­ur árum. Það er lækk­un um 72%, sem er meira en við gát­um gert okk­ur von­ir um á svo skömm­um tíma,“ seg­ir Magnús Gott­freðsson, pró­fess­or í lækn­is­fræði við Há­skóla Íslands.

Lifr­ar­bólga C er til umræðu á árs­fundi nor­rænna smit­sjúk­dóma­lækna og sýkla­fræðinga sem hér er hald­inn. Magnús seg­ir að töl­urn­ar gefi vís­bend­ing­ar um mögu­leg­an ár­ang­ur átaks­verk­efn­is sem hér hef­ur verið unnið að frá ár­inu 2016.

Sig­urður Ólafs­son, melt­ing­ar­lækn­ir og ábyrgðarmaður átaks­ins, seg­ir að á þessu og síðasta ári hafi um 700 ein­stak­ling­ar verið meðhöndlaðir og með því náðst til um 90% þeirra sem eru smitaðir.

Sig­urður bend­ir á að Ísland sé leiðandi í lækn­ing­um á lifr­ar­bólgu C á heimsvísu. Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in stefn­ir að því að út­rýma lifr­ar­bólgu C sem meiri­hátt­ar heil­brigðisvá fyr­ir 2030. Von­ir standa til þess að Íslend­ing­ar nái því tak­marki 10 árum fyrr. „Við höf­um mögu­leika á því, eins og mál­in standa núna, að verða fyrst þjóða til að ná þessu tak­marki,“ seg­ir Sig­urður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert