Unnið að öflugri forgangsröðun

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/​Hari

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir fjár­magn ekki vera fyr­ir hendi til þess að gera samn­inga um þjón­ustu við Klíník­ina eða önn­ur einka­rek­in heil­brigðis­fyr­ir­tæki.

Um­mæl­in koma eft­ir að fjár­málaráðherra og fyrr­ver­andi alþing­ismaður gerðu at­huga­semd við að fjár­mun­um Sjúkra­trygg­inga væri varið í óþarf­lega dýra mjaðmaaðgerð er­lend­is vegna þess hve biðlisti væri lang­ur þrátt fyr­ir að sömu aðgerð hefði verið hægt að fram­kvæma fyr­ir minna fé í Klíník­inni eða á ann­arri einka­rek­inni stofn­un.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Svandís vinna að öfl­ugri for­gangs­röðun ásamt þeim stofn­un­um sem hljóta fjár­magn frá heil­brigðisráðuneyt­inu til þess að hinir verst settu þurfi ekki að leita í dýr­ari þjón­ustu með al­manna­fé vegna óra­langs biðtíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert