Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjármagn ekki vera fyrir hendi til þess að gera samninga um þjónustu við Klíníkina eða önnur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.
Ummælin koma eftir að fjármálaráðherra og fyrrverandi alþingismaður gerðu athugasemd við að fjármunum Sjúkratrygginga væri varið í óþarflega dýra mjaðmaaðgerð erlendis vegna þess hve biðlisti væri langur þrátt fyrir að sömu aðgerð hefði verið hægt að framkvæma fyrir minna fé í Klíníkinni eða á annarri einkarekinni stofnun.
Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segist Svandís vinna að öflugri forgangsröðun ásamt þeim stofnunum sem hljóta fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til þess að hinir verst settu þurfi ekki að leita í dýrari þjónustu með almannafé vegna óralangs biðtíma.