Leiklistarakademía í nafni Stefáns Karls Stefánssonar verður opnuð í Sviss á næsta ári.
Markmið hennar verður að þjálfa nemendur í gamanleik og tjáningu.
Vefsíðan Metro greinir frá því að Stefán Karl, sem lést í gær, hafi verið að vinna að verkefninu áður en hann kvaddi. Þar er vitnað í frétt TMZ.
Draumur hans hafi verið að opna slíka akademíu. Hún mun heita „The Stefan Karl Academy & Center for the Performing Arts“.
Fram kemur í fréttinni að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ekkja Stefáns Karls, verði viðloðandi starfsemi akademíunnar.