Framgangan sögð einstök

Í ráðhúsi Reykjavíkur starfa embættismenn fyrir kjörna fulltrúa.
Í ráðhúsi Reykjavíkur starfa embættismenn fyrir kjörna fulltrúa. ValgardurGislason

Sér­fræðing­ar í op­in­berri stjórn­sýslu, sem rætt var við í gær, telja fram­göngu borg­ar­rit­ara og skrif­stofu­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar, þegar þeir sökuðu kjör­inn borg­ar­full­trúa um að hafa brotið trúnað, vera ein­staka.

Eva Marín Hlyns­dótt­ir, sér­fræðing­ur í op­in­berri stjórn­sýslu og lektor við HÍ, tel­ur lík­legt að emb­ætt­is­menn­irn­ir hafi hlaupið á sig.

Ann­ar sér­fræðing­ur seg­ist ekki muna eft­ir til­viki sem þessu. Emb­ætt­is­menn starfi fyr­ir póli­tískt kjörna full­trúa, hvort sem þeir til­heyri meiri­hluta eða minni­hluta. All­ir emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar séu á ábyrgð borg­ar­stjóra.

Eva Marín seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag, að borg­ar­full­trú­inn sem um ræddi (Vig­dís Hauks­dótt­ir) hefði ekki farið með upp­lýs­ing­ar inn­an úr stjórn­sýsl­unni. „Vel mögu­legt er að ein­hver eða ein­hverj­ir hafi hlaupið á sig og verið of fljót­ir að bregðast við með þeim hætti sem gert var,“ seg­ir Eva Marín í um­fjöll­un blaðsins um þetta mál.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert