Hægir á sölu lúxusíbúða

Tvö félög eru að byggja á sitthvorum reitnum ofarlega á …
Tvö félög eru að byggja á sitthvorum reitnum ofarlega á Hverfisgötu. Hluti íbúðanna er kominn í sölu mbl.is/Baldur

Vís­bend­ing­ar eru um að sala nýrra íbúða í miðborg­inni gangi hæg­ar en fjár­fest­ar bundu von­ir við. Nú eru til sölu, eða eru að koma í sölu, minnst 500 íbúðir á svæðinu. Miðað við verðþróun má ætla að ásett verð sé að minnsta kosti 25-30 millj­arðar.

Einn þess­ara fjár­festa ræddi við Morg­un­blaðið í trausti nafn­leynd­ar. Hann sagði út­lit fyr­ir að fram­boð á miðborga­r­í­búðum væri að aukast of mikið á skömm­um tíma.

Spurður um vís­bend­ing­ar um hæg­ari sölu í miðborg­inni sagði Elv­ar Orri Hreins­son, sér­fræðing­ur hjá Íslands­banka, að þær kynnu að benda til þess „að miðbæj­arálagið sé orðið hátt og að fólk sjái hag sín­um bet­ur borgið með því að kaupa íbúðir sem eru utan þess svæðis“.

Sturla Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Rauðsvík, seg­ir mik­il­vægt að horfa til lengri tíma á fast­eigna­markaði. Hann sé svo hvik­ull. „Einn dag­inn er ríf­andi eft­ir­spurn. Næsta dag les maður að allt sé í dróma.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert