Óhljóð í ellefu tíma á dag

Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann.
Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann. mbl.is/​Hari

Hávaði vegna bygg­inga­fram­kvæmda berst til eyrna krabba­meins­sjúkra í um ell­efu tíma á dag ef marka má Face­book-færslu Jóns Ax­els Ólafs­son­ar frá því í gær. Þar birt­ir hann mynd­band, sem hann seg­ir að sé tekið í her­bergi 9 á krabba­meins­deild Land­spít­al­ans og seg­ir: „Svona er þetta frá 9 til 20 alla daga. Ótrú­legt að starfs­fólki og fár­veik­um sjúk­ling­um sé boðið upp á þetta um­hverfi og þessi óhljóð!“ Þá bæt­ir hann við: „Það verður skemmti­legt fyr­ir sjúk­linga þegar byrjað verður að byggja nýja há­tækni­sjúkra­húsið með til­heyr­andi spreng­ing­um, steypu­bíl­um, krön­um og loft­press­um. Því­líkt klúður!

Mynd­bandið má sjá og hlusta á hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert