Óhljóð í ellefu tíma á dag

Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann.
Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann. mbl.is/​Hari

Hávaði vegna byggingaframkvæmda berst til eyrna krabbameinssjúkra í um ellefu tíma á dag ef marka má Facebook-færslu Jóns Axels Ólafssonar frá því í gær. Þar birtir hann myndband, sem hann segir að sé tekið í herbergi 9 á krabbameinsdeild Landspítalans og segir: „Svona er þetta frá 9 til 20 alla daga. Ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð!“ Þá bætir hann við: „Það verður skemmtilegt fyrir sjúklinga þegar byrjað verður að byggja nýja hátæknisjúkrahúsið með tilheyrandi sprengingum, steypubílum, krönum og loftpressum. Þvílíkt klúður!

Myndbandið má sjá og hlusta á hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert