Ólst upp við mikla nýtni í æsku

Vinkonurnar láta sig umhverfið varða. Elsa, Kristín og Salbjörg í …
Vinkonurnar láta sig umhverfið varða. Elsa, Kristín og Salbjörg í Vistveru í Grímsbæ, en Jóhanna var í útlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Henni var kennt í bernsku að fara sparlega með allt og hún var í sveit þar sem allt var vel nýtt. Kristín Inga lætur sig umhverfið varða.

„Þegar ég flutti hingað í hverfið fyrir átta árum kynntist ég góðum nágrannakonum og við komumst fljótt að því að við höfðum allar brennandi áhuga á umhverfismálum. Við spjölluðum oft saman um þau mál þegar við hittumst úti í garði með börnin okkar. Við vildum leggja okkar af mörkum og í fyrravetur elduðum við og borðuðum öll saman einu sinni í viku, þessar fjórar fjölskyldur sem búum hér hlið við hlið. Það er betra fyrir umhverfið að margir eldi saman, það sparar bæði orku og mat. Fyrir nú utan hvað það er gaman. Í þessum sameiginlegu máltíðum spjölluðum við um umhverfismál og komumst meðal annars að því hversu mikið vantaði af plastlausum vörum á Íslandi. Þegar húsnæði losnaði hér í hverfinu þá vissum við vinkonurnar ekki af fyrr en við vorum komnar út í djúpu laugina og búnar að stofna verslun,“ segir Kristín Inga Arnardóttir, en hún og nágrannakonurnar opnuðu verslunina Vistveru í sumar í Grímsbæ í Reykjavík. Þar er boðið upp á umhverfisvænar og umbúðalausar nytjavörur og gjafavörur.

„Þetta er hliðarverkefni hjá okkur, því við erum allar í öðrum störfum. Við fjórar sem stöndum að búðinni myndum gott teymi, erum með ólíka þekkingu og reynslu. Salbjörg Rita Jónsdóttir er grafískur hönnuður, Jóhanna Gísladóttir er í doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði, Elsa Þórey Eysteinsdóttir er líffræðingur og ég er viðskiptafræðingur.“

Sjá viðtal við Kristínu Ingu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert