Sala á engiferöli fimmfaldast

Engiferöl.
Engiferöl.

Vin­sæld­ir engi­fer­öls hér á landi aukast með hverju ári. Sést það vel á sölu­töl­um á engi­fer­öli í versl­un­um Hag­kaupa, en sal­an þre­faldaðist milli ár­anna 2016 og 2017, seg­ir í skrif­legu svari frá Hag­kaup­um.

Þá hef­ur sal­an á þessu ári nú þegar toppað sölu frá öllu síðasta ári, á árs­grund­velli væri það um fimm­föld­un í sölu, seg­ir enn frem­ur í svari Hag­kaupa.

„Þetta er nátt­úr­lega svona tísku­drykk­ur, sem hef­ur verið mikið æði hjá Bret­um og Banda­ríkja­mönn­um síðastliðin ár. Kannski er það fyrst og fremst drykk­ur­inn Moscow Mule, sem hef­ur slegið í gegn á bör­um lands­ins og ann­ars staðar í heim­in­um. Hins veg­ar er líka stór hóp­ur fólks sem drekk­ur ekki áfengi en fer ennþá út að skemmta sér og er orðið dá­lítið leitt á því að drekka frek­ar til­breyt­ing­ar­laust sóda­vatn,“ seg­ir Freyr Eyj­ólfs­son, fjöl­miðlamaður og for­fall­inn áhugamaður um engi­fer­öl, í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert