Útboð á ræstingu kært

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn bjóðandi hef­ur kært útboð Kópa­vogs­bæj­ar á ræst­ingu í grunn­skól­um. Bær­inn er bú­inn að skrifa und­ir samn­inga við lægst­bjóðanda um þessa þjón­ustu.

Bæj­ar­ráð ákvað á fundi sín­um 9. ág­úst að ganga til samn­inga við Sól­ar ehf. um ræst­ing­ar í fimm grunn­skól­um bæj­ar­ins fyr­ir 108 millj­ón­ir kr. Fyr­ir­tækið var lægst­bjóðandi í útboði.

Eft­ir að kæru­frest­ur vegna samn­inga var liðinn var skrifað und­ir samn­inga. Kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á 64 millj­ón­ir en til­boð Sól­ar var 108 millj­ón­ir. Önnur til­boð voru hærri, það hæsta 176 millj­ón­ir.

Óvenjumarg­ar spurn­ing­ar og at­huga­semd­ir komu fram í útboðsferl­inu. Í gær barst bæj­ar­lög­manni til­kynn­ing frá fyr­ir­tæk­inu Hreint ehf. um kæru. Farið var fram á stöðvun samn­ings­gerðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert