Vill nýja þjóðgarðsstofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hélt fund í dag …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hélt fund í dag með hagsmunaaðilum um frumvarp þess efnis að stjórn þjóðgarða og friðlýstra svæða verði sameinuð undir nýrri stofnun. mbl.is/Gunnlaugur Snær Ólafsson

„Mein­ing­in er að öll­um verði boðið starf,“ var meðal þess sem kom fram í máli Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, á fundi í Hafnar­f­irði í dag með hags­munaaðilum vegna frum­varps um nýja stofn­un sem mun fara með um­sýslu þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Þá er gert ráð fyr­ir að heim­ila gjald­töku fyr­ir veitta þjón­ustu.

Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir að þjóðgarðarn­ir þrír, Vatna­jök­ulsþjóðgarður, þjóðgarður­inn á Þing­völl­um og þjóðgarður­inn Snæ­fells­jök­ull, verði sam­einaðir í eina stofn­un sem og önn­ur friðlýst svæði lands­ins. Þá verði und­ir­bún­ing­ur friðlýs­inga, eft­ir­lit á friðlýst­um svæðum og stjórn­un þeirra meðal verk­efna hinn­ar nýju stofn­un­ar.

Í dag fara fjór­ir aðilar með hlut­verk fyr­ir­hugaðrar stofn­un­ar: Vatna­jök­ulsþjóðgarður, þjóðgarður­inn á Þing­völl­um, Um­hverf­is­stofn­un og Breiðafjarðar­nefnd. Ráðherra sagði marg­ar nefnd­ir að störf­um inn­an nú­ver­andi skipu­lags og stjórn­kerfi væru mis­mun­andi. Regl­ur væru held­ur ekki sam­ræmd­ar. 

Auka skil­virkni

Fund­ar­gest­ur spurði ráðherra um hvaða breyt­inga mætti vænta varðandi störf sér­fræðinga sem eru nú á fleiri stöðum. Þessu svaraði Guðmund­ur Ingi og sagði að til stæði að bjóða öll­um starf en að ekk­ert væri ljóst með starfs­heiti og verksvið, að und­an­skild­um þjóðgarðsvörðum þar sem starf þeirra er skil­greint í lög­um.

Mark­miðið með nýrri stofn­un er að „auka sam­leið og skil­virkni,“ að sögn hans. Jafn­framt verði stefnt að því að þjóðgarðarn­ir haldi sjálf­stæði sínu en verði und­ir sam­ræmdu ut­an­um­haldi og að miðlæg­ur stuðning­ur við starfs­svið þeirra efli starf­sem­ina.

Guðmund­ur Ingi sagði einnig fjölg­un ferðamanna til lands­ins kalla á sam­ræm­ingu merk­ing­ar og kynn­ing­ar­mála.

Ný um­dæmi

Stefnt er að því að skipta land­inu upp í um­dæmi sem munu hafa eig­in stjórn­ir með aðkomu sveit­ar­fé­laga og hags­munaaðila og munu um­dæm­in vera sam­sett með svipuðum hætti og svæðisráð Vatna­jök­ulsþjóðgarðs eru nú.

Guðmund­ur Ingi sagði þó að land­fræðileg skip­un um­dæm­anna væri ekki ákveðin og að það kæmi í hlut nýrr­ar stofn­un­ar að móta þau. Gert er ráð fyr­ir að heim­ila gjald­töku fyr­ir veitta þjón­ustu, að sögn ráðherr­ans.

Ráðherra hef­ur haldið fundi víða um land vegna frum­varps­ins og verða næstu fund­ir haldn­ir á Eg­ils­stöðum, Höfn í Hornafirði og Hvols­velli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert