„Gjörsamlega uppgefnir“

Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru vinkonur sem una sér …
Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru vinkonur sem una sér vel í dagþjálfun í Fríðuhúsi og takast á við alzheimer af æðruleysi. mbl.is/​Hari

„Full­orðið fólk er í umönn­un­ar­hlut­verki all­an sól­ar­hring­inn og starfs­menn Alzheimer­sam­tak­anna klökkna oft við frá­sagn­ir aðstand­enda sem eru gjör­sam­lega upp­gefn­ir,“ seg­ir Vil­borg Gunn­ar­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri sam­tak­anna.

Skort­ur á dagþjálf­unar­úr­ræðum fyr­ir fólk með heila­bil­un veld­ur bæði aðstand­end­um og sjúk­ling­um óþarfa álagi og skerðir lífs­gæði þeirra.

Sig­urður Helgi Jó­hanns­son seg­ir að eig­in­kona hans geti ekki beðið eft­ir að kom­ast í dagþjálf­un í Fríðuhús og vera henn­ar þar veiti hon­um þá hvíld sem hann þarfn­ist til þess að geta sinnt henni þegar heim er komið.

Ragn­heiður Krist­ín Karls­dótt­ir seg­ir að í dagþjálf­un hafi eig­inmaður henn­ar haft eitt­hvað fyr­ir stafni og þjálf­un­in auðveldað hon­um lífið. Hún seg­ir að alzheimerkarl­inn hafi komið óboðinn í fjöl­skyld­una þegar hjón­in ætluðu að fara að njóta lífs­ins eft­ir langa starfsævi.

Vin­kon­urn­ar Auður Bjarna­dótt­ir og Anna Karls­dótt­ir eru í dagþjálf­un í Fríðuhúsi og segj­ast báðar vera miklu glaðari eft­ir að þær byrjuðu í dagþjálf­un.

178 eru á biðlista eft­ir 168 dagþjálf­un­ar­pláss­um á höfuðborg­ar­svæðinu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

RÚV hef­ur und­an­farið fjallað um aðstæður heila­bilaðra á Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert