„Gjörsamlega uppgefnir“

Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru vinkonur sem una sér …
Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru vinkonur sem una sér vel í dagþjálfun í Fríðuhúsi og takast á við alzheimer af æðruleysi. mbl.is/​Hari

„Fullorðið fólk er í umönnunarhlutverki allan sólarhringinn og starfsmenn Alzheimersamtakanna klökkna oft við frásagnir aðstandenda sem eru gjörsamlega uppgefnir,“ segir Vilborg Gunnardóttir, framkvæmdarstjóri samtakanna.

Skortur á dagþjálfunarúrræðum fyrir fólk með heilabilun veldur bæði aðstandendum og sjúklingum óþarfa álagi og skerðir lífsgæði þeirra.

Sigurður Helgi Jóhannsson segir að eiginkona hans geti ekki beðið eftir að komast í dagþjálfun í Fríðuhús og vera hennar þar veiti honum þá hvíld sem hann þarfnist til þess að geta sinnt henni þegar heim er komið.

Ragnheiður Kristín Karlsdóttir segir að í dagþjálfun hafi eiginmaður hennar haft eitthvað fyrir stafni og þjálfunin auðveldað honum lífið. Hún segir að alzheimerkarlinn hafi komið óboðinn í fjölskylduna þegar hjónin ætluðu að fara að njóta lífsins eftir langa starfsævi.

Vinkonurnar Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru í dagþjálfun í Fríðuhúsi og segjast báðar vera miklu glaðari eftir að þær byrjuðu í dagþjálfun.

178 eru á biðlista eftir 168 dagþjálfunarplássum á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

RÚV hefur undanfarið fjallað um aðstæður heilabilaðra á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert