Þrotabú United Silicon hefur höfðað annað mál á hendur Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, vegna meintra fjársvika.
Hann er sakaður um að hafa látið leggja rúmlega 71 milljón króna inn á bankareikning í Danmörku og nýtt í eigin þágu, að því er kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Málið var höfðað í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun ágúst. Stefnan byggist á rannsóknarvinnu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG.
Sameinað sílíkon ehf. stefndi Magnúsi í byrjun ársins og krafði hann um hálfan milljarð króna fyrir meint auðgunarbrot og skjalafals.