1.044 fóstureyðingar framkvæmdar í fyrra

Um það bil helmingur allra kvenna, sem gangast undir fóstureyðingu …
Um það bil helmingur allra kvenna, sem gangast undir fóstureyðingu á Íslandi, velur að eyða fóstrinu með svokallaðri fóstureyðingarpillu. mbl.is/Rósa Braga

Eittþúsund fjöru­tíu og fjór­ar fóst­ur­eyðing­ar voru fram­kvæmd­ar hér á landi á síðasta ári sam­kvæmt töl­um frá Land­læknisembætt­inu, 23 fleiri en árið 2016.

Er þetta í annað sinn sem fóst­ur­eyðing­ar hér á landi eru yfir 1.000 tals­ins á einu ári. Lang­flest­ar þeirra kvenna sem fóru í fóst­ur­eyðingu voru á aldr­in­um 20-29 ára, alls 552.

Fjöldi fóst­ur­eyðinga á hverj­ar 100 þung­an­ir, þ.e. sam­an­lagðan fjölda fæðinga og fóst­ur­eyðinga, var 20,4 og hef­ur ekki verið meiri. Tal­an fyr­ir árin 2011-2015 er 18. Um 57% kvenn­anna voru ekki í sam­búð og um 43% þeirra gift­ar eða í sam­búð. Í lang­flest­um til­fell­um voru upp­gefn­ar for­send­ur fyr­ir um­sókn um fóst­ur­eyðingu fé­lags­leg­ar, eða í um 1.007 til­fell­um. Í 36 til­fell­um voru for­send­urn­ar lækn­is­fræðileg­ar og í einu til­felli ótil­greind­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert