Kalkþörunganám hlaut ekki náð

Íslenska kalkþörungafélagið ehf. á og rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal.
Íslenska kalkþörungafélagið ehf. á og rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. mbl.is/ÞÖK

Umhverfisstofnun gaf neikvæða umsögn við mat á umhverfisáhrifum af efnisnámi kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi við Æðey og Kaldalón, en Íslenska kalkþörungafélagið hafði óskað eftir efnistökuleyfi.

Taldi stofnunin að ekki hefði verið gerð nægjanleg grein fyrir mótvægisaðgerðum í frummatsskýrslu, en kalkþörungar eru afar hægvaxta og mikilvægir vistkerfinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag fagnar forstjóri félagsins athugasemdunum, sem muni nýtast við gerð matsskýrslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka