Nýtt borgarhótel opnað í nóvember

Svona leit bakhúsið á Hverfisgötu 78 út í fyrrakvöld.
Svona leit bakhúsið á Hverfisgötu 78 út í fyrrakvöld. mbl.is/Baldur

Eigendur Reykjavík Residence (RR) áforma að opna nýtt hótel í nóvember. Það verður í framhúsi og nýju bakhúsi á Hverfisgötu 78.

Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR, segir 16 hótelíbúðir verða innréttaðar í húsunum tveimur. Um helmingur íbúðanna verði með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, alrými og eldhúsi. Það sé að kröfu ferðamanna, einkum frá Bandaríkjunum og Asíu, sem vilji mikil gæði.

Með nýja hótelinu verður RR með 63 íbúðir. Þá leigir félagið vínbarinn Port 9 á Veghúsastíg. Bakhúsið á Hverfisgötu 78 er reist úr límtréseiningum frá Austurríki. Innveggir fylgja með. Vinna við að setja einingarnar upp hófst í síðari hluta júlí. Nú er liðinn um mánuður og búið að reisa húsið, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert