Þrír menn úrskurðaðir í átta vikna farbann

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst áframhaldandi farbanns yfir þremur mönnum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst áframhaldandi farbanns yfir þremur mönnum. Mynd/mbl.is

Sindri Þór Stefánsson og tveir aðrir menn voru fyrr í dag úrskurðaðir í áframhaldandi farbann af Héraðsdómi Reykjaness. Farbannið gildir til 26. október. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Einn mannanna hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar en hinir tveir ætla að taka sér umhugsunarfrest, segir Ólafur Helgi einnig.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:00.

Farið verður fram á áframhaldandi farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni og tveimur meintum samverkamönnum hans. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði mennina í farbann í lok júlí og rennur það út í dag. 

Mennirnir eru grunaðir um stórfelldan þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum að andvirði 200 milljóna íslenskra króna. Ákæra í málinu hefur verið lögð inn til héraðsdóms en hún hefur ekki verið birt enn sem komið er. Talið er að málið sé stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka