Var valinn í hóp með þeim bestu

Kári Egilsson við flygilinn, en þar ver hann mörgum ánægjustundum …
Kári Egilsson við flygilinn, en þar ver hann mörgum ánægjustundum enda veit hann ekkert skemmtilegra en að spila og semja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Egilsson fékk styrk til að sækja tvö sumarnámskeið hjá Berklee-tónlistarskólanum í Bandaríkjunum. Í spilamennskunni er hann jafnvígur á djass, klassík og dægurtónlist en auk þess semur hann tónlist á hverjum einasta degi.

„Fólk alls staðar að úr heiminum sækir um að komast á þessi námskeið og við vorum um þúsund ungmenni frá 80 löndum. Við vorum flest á aldrinum 16 til 20 ára,“ segir Kári, 16 ára hljómborðsleikari, en hann fór öðru sinni þetta árið á sumarnámskeið hjá Berklee, hinum virta bandaríska tónlistarskóla.

„Ég fékk fullan styrk til að sækja námskeiðið í fyrra og aftur núna í sumar og er þakklátur fyrir það því þetta var virkilega gaman. Tekið var mat á hljóðfæraleik og tónfræðikunnáttu og okkur raðað eftir erfiðleikastigum í hópa. Ég var þarna í fimm vikur á hvoru námskeiði og þetta var mikil reynsla fyrir mig, enda er Berklee einn besti og frægasti tónlistarskóli í heimi.“

Sjá langt og ítrarlegt samtal við Kára í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert