Kvennaáhöfn á Rósinni hitti fyrir höfrungatorfu

00:00
00:00

„Það kem­ur fyr­ir reglu­lega að við hitt­um fyr­ir höfr­unga en það óvenju­lega við þenn­an at­b­urð í morg­un var hvað þeir voru marg­ir. Þetta var höfr­ungatorfa, ör­ugg­lega 30-40 höfr­ung­ar,“ seg­ir Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, skip­stjóri á hvala­skoðun­ar­bátn­um Rós­inni, í sam­tali við mbl.is.

Í hvala­skoðun­ar­ferð í morg­un var áhöfn­in ein­ung­is skipuð kon­um sem hlýt­ur að telj­ast sjald­gæf­ur at­b­urður.

„Það er óvenju­legt að það raðist svona niður. Að skip­stjórn­ar- og vél­stjórn­ar­fólk auk leiðsögu­manna sé allt kon­ur. Það er ör­ugg­lega í fyrsta skipti sem þar ger­ist hérna heima í svona at­vinnu­sigl­ing­um,“ seg­ir Sig­ríður.

Það sem gerði túr­inn enn eft­ir­minni­legri var að stór höfr­ungatorfa fylgdi bátn­um eft­ir langa leið og sýndi mögnuð tilþrif eins og sést í mynd­skeiðinu sem Vera Sölva­dótt­ir tók.

„Þetta var rosa flott sýn­ing þarna í morg­un, al­veg æðis­legt að sjá svona. Það koma nú oft 3-5 höfr­ung­ar en það er sjald­an að við fáum svona risatorfu sem elt­ir okk­ur á rönd­um,“ bæt­ir Sig­ríður við.

Frá vinstri: Sara Rodriguez Ramallo leiðsögumaður, Sigríður Ólafsdóttir, skip- og …
Frá vinstri: Sara Rodrigu­ez Ramallo leiðsögumaður, Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, skip- og vél­stjóri, og Vera Sölva­dótt­ir, há­seti og leiðsögumaður. Ljós­mynd/​Magnús Kr. Guðmunds­son

Var bæði skip­stjóri og vél­stjóri

Áhöfn­in á Rós­inni er að jafnaði skipuð 3-4 ein­stak­ling­um, þ.e. skip­stjóra, vél­stjóra og há­seta auk leiðsögu­manna. Rós­in er ekki nema tæp­lega 20 metr­ar á lengd og því er leyfi­legt að sami ein­stak­ling­ur sé bæði í hlut­verki skip­stjóra og vél­stjóra. Sig­ríður er með til­skil­in rétt­indi og sinnti því báðum hlut­verk­um í dag. Með henni voru þær Vera Sölva­dótt­ir sem var há­seti í dag og Sara Rodrigu­ez Ramallo leiðsögumaður.

Rósin.
Rós­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Sig­ríður er þaul­vön þegar kem­ur að sigl­ing­um þar sem hún hef­ur siglt og kennt á skút­ur í fjölda ára. Hún seg­ir skip­stjóra­starfið vera fjöl­breytt og áþreif­an­legt. Það er þó tvennt ólíkt að sigla skútu og báti eins og Rós­inni seg­ir hún.

„Þetta eru ólík­ir heim­ar. Það er eitt að vera á skútu og að leika sér með fé­lög­um eða fjöl­skyldu og annað að vera með stór­an hóp og bera ábyrgð á hon­um. Það er ofsa­lega áþreif­an­leg vinna að vera úti á sjó, að kljást við nátt­úru­öfl­in og klára ferðir svo sómi sé að,“ seg­ir hún að lok­um.

Höfrungatorfan sem fylgdi Rósinni í dag taldi 30-40 höfrunga að …
Höfr­ungatorf­an sem fylgdi Rós­inni í dag taldi 30-40 höfr­unga að mati Sig­ríðar. Ljós­mynd/​Magnús Kr. Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert