Líf og fjör á Akureyrarvöku

Dansarar frá Dansstúdíó Step sýndu listir sínar við setningu Akureyrarvöku.
Dansarar frá Dansstúdíó Step sýndu listir sínar við setningu Akureyrarvöku. mbl.is/Þorgeir

Akureyrarvaka fer fram um helgina og var sett í gær í rómantísku rökkri Lystigarðsins. Kristján Edelstein tók á móti gestum með ljúfum gítartónum og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, setti hátíðina.

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð sem er haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Dagskráin er afar fjölbreytt og brá fréttaritari Morgunblaðsins sér til að mynda á setningarhátíðina í gær og á Vísindasetur í Hofi og Listagilið í dag, þar sem fornbíladeild BA gerði tilraun til að koma fyrir eins mörgum fornbílum og mögulegt er í gilinu. Þá var einnig fjölmennt þegar Listasafnið á Akureyri var opnað á ný. 

Dagskráin nær hápunkti í kvöld klukkan 21 með stórtónleikum í Listagilinu þar sem Svala, Jónas Sig, Salka Sól, Magni og Birkir Blær koma fram. 

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Logi Einarson, formaður Samfylkingarinnar, létu …
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Logi Einarson, formaður Samfylkingarinnar, létu sig ekki vanta í gær. mbl.is/Þorgeir
Karlakór Akureyrar, Geysir, söng við setningarathöfnina.
Karlakór Akureyrar, Geysir, söng við setningarathöfnina. mbl.is/Þorgeir
Mikið var um dýrðir á leikhúsflötinni þegar Húlladúllan kenndi gestum …
Mikið var um dýrðir á leikhúsflötinni þegar Húlladúllan kenndi gestum og gangandi sirkúslistir. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
Magni Ásgeirsson söng fyrir fullu húsi á Græna hattinum í …
Magni Ásgeirsson söng fyrir fullu húsi á Græna hattinum í tuttugsta skipti. mbl.is/Þorgeir
Húllafjör á Akureyrarvöku.
Húllafjör á Akureyrarvöku. mbl.is/Þorgeir
Guðrún Harpa Örvarsdóttir og Kristján Edelstein komu fram á setningarathöfn …
Guðrún Harpa Örvarsdóttir og Kristján Edelstein komu fram á setningarathöfn Akureyrarvöku. mbl.is/Þorgeir
Fornbílum var raðað upp í Gilinu í dag.
Fornbílum var raðað upp í Gilinu í dag. mbl.is/Þorgeir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, nýráðinn bæjarstjóri Akureyrar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, nýráðinn bæjarstjóri Akureyrar. mbl.is/Þorgeir
Fornbílarnir vöktu lukku.
Fornbílarnir vöktu lukku. mbl.is/Þorgeir
Vísinda-Villi sló í gegn með vísindasetur í Hofi.
Vísinda-Villi sló í gegn með vísindasetur í Hofi. mbl.is/Þorgeir
Vísinda-Villi naut aðstoðar frá ungum vísindaáhugamönnum í tilraunum sínum.
Vísinda-Villi naut aðstoðar frá ungum vísindaáhugamönnum í tilraunum sínum. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert