​Nýr göngustígur fyrir hreyfihamlaða við Fjaðrárgljúfur

Göngustígurinn er uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd.
Göngustígurinn er uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Í sum­ar hef­ur verið unnið að gerð göngu­stígs við Fjaðrár­gljúf­ur frá Laka­vegi að út­sýn­ispalli við gljúfrið. Fyr­ir­tækið Stokk­ar og stein­ar ger­ir stíg­inn en hann er hannaður til að vera fær hjóla­stól­um full­kláraður.

Þetta kem­ur fram á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Þar seg­ir, að göngu­stíg­ur­inn sé upp­byggður mal­ar­stíg­ur, að jafnaði 1,6 metr­ar á breidd. Geogrid sé notað á blaut­ustu köfl­un­um, þunnt plast­net, sem sett er und­ir möl­ina til að koma í veg fyr­ir að mold og möl bland­ist sam­an og að stíg­ur­inn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á vot­lend­inu.

„Fram­kvæmd­in er sam­vinnu­verk­efni Um­hverf­is­stofn­un­ar, land­eig­enda og sveit­ar­fé­lags­ins. Meg­in­til­gang­ur­inn er að draga úr álagi á nátt­úru svæðis­ins með stýrðri um­ferð og bæta um leið aðgengi fyr­ir hreyfi­hamlaða. Göngu­stíg­ur­inn hef­ur verið opnaður og er hægt að ganga frá út­skoti við Laka­veg.

Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að …
Fram­kvæmd­in er sam­vinnu­verk­efni Um­hverf­is­stofn­un­ar, land­eig­enda og sveit­ar­fé­lags­ins. Meg­in­til­gang­ur­inn er að draga úr álagi á nátt­úru svæðis­ins með stýrðri um­ferð og bæta um leið aðgengi fyr­ir hreyfi­hamlaða. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stof­un

Um­hverf­is­stofn­un bend­ir á að tak­mörkuð bíla­stæði eru við Fjaðrár­gljúf­ur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heim­sækja svæðið dag hvern. Eins og áður hef­ur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hef­ur verið brugðist við því með auk­inni land­vörslu, upp­bygg­ingu innviða og stýrðri um­ferð um svæðið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Enn frem­ur seg­ir, að því miður fari ekki all­ir gest­ir eft­ir regl­um sem gildi á svæðinu. Þess vegna gangi illa að græða upp sár í gróður­sverðinum á hluta svæðis­ins og sé þar helst að nefna brún­ir Fjaðrár­gljúf­urs.

„Mik­il­vægt er að við tök­um hönd­um sam­an og upp­lýs­um gesti um mik­il­vægi þess að fara eft­ir þeim regl­um sem gilda á nátt­úru­vernd­ar­svæðum svo okk­ur tak­ist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyr­ir lok­an­ir,“ seg­ir stofn­un­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert