Fjölgar ekki í takt við önnur störf

Gestastarfsmaðurinn Hildur Sigurðardóttir og starfsmenn Örnu-íss & kaffibars.
Gestastarfsmaðurinn Hildur Sigurðardóttir og starfsmenn Örnu-íss & kaffibars.

Atvinnutækifærum þroskahamlaðra fer ekki fjölgandi hér á landi líkt og öðrum störfum.

„Í uppganginum sem hefur verið á vinnumarkaði hefðu fleiri tækifæri átt að skapast fyrir einstaklinga með skerta vinnugetu,“ segir sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun.

VMST hefur unnið að því að fjölga tækifærum og auka fjölbreytni fyrir þennan hóp á undanförnum árum, m.a. með verkefninu Ráðning með stuðningi þar sem fyrirtæki sem ráða starfsmenn með skerta starfsgetu fá stuðning frá stofnuninni. Að mati formanns Þroskahjálpar er augljós ávinningur fyrir samfélagið að fá þennan hóp á vinnumarkað.

Atvinnutækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu hafa þó aukist á Vesturlandi, samkvæmt ársskýrslu VMST fyrir árið 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka