Geta ekki athafnað sig vegna hita

Sumarhúsið brann til kaldra kola.
Sumarhúsið brann til kaldra kola. Ljósmynd/Aðsend

Rannsóknarvinna tæknideildar lögreglunnar á Suðurlandi vegna eldsvoða í sumarhúsi getur ekki hafist fyrr en vettvangurinn hefur kólnað, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

„Það er sjóðandi heitt þarna enn þá og verður að fá að kólna svo hægt sé að ganga um þarna,“ segir hann.

Eldur kom upp í sumarhúsi við Efri-Grafningsveg í Bláskógabyggð um klukkan hálfeitt í dag. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði eldurinn borist í tvær nærliggjandi skúrbyggingar og gróður. 

Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður á vettvangi og lauk því um klukkan fimm í dag.

Ljósmynd/Aðsend

Sumarhúsið er leigt út og leigjendur voru í húsinu í morgun. Þeir voru þó farnir á brott þegar eldurinn kom upp. Nágrannar urðu varir við eldinn og tilkynntu hann til yfirvalda.

Eldsupptök eru ókunn og hvorki lögregla né slökkvilið hafa kenningar um þau enn sem komið er, segir Oddur.

Eldurinn barst í gróður við húsið en vel gekk að slökkva gróðureldinn. „Það var okkur til happs að það er búið að vera blautt í sumar en í þurrkatíð hefði þetta verið meiri bruni,“ segir hann.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert