Gjaldtaka áformuð við Reykjavíkurflugvöll

Nú er malbikað stæði upp við flugstöðina, en lengra frá …
Nú er malbikað stæði upp við flugstöðina, en lengra frá er malarplan sem til stendur að malbika. Þá verður lýsing bætt og stéttar lagðar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áform eru uppi um að gjaldtaka hefjist á bílastæði flugstöðvar Air Iceland Connect við Reykjavíkurflugvöll.

Árið 2012 voru framkvæmdir flugfélagsins, þá Flugfélags Íslands, stöðvaðar af Reykjavíkurborg að beiðni landeigenda, ríkisins, en Isavia fer með umráð landsins. Nú er malbikað bílastæði við flugstöðina og malarstæði sem í upphafi var ætlað til bráðabirgða ögn lengra frá.

„Við höfum átt í samtali við Isavia, fjármálaráðuneytið og Reykjavíkurborg auðvitað líka um málið. Við höfum leitað leiða til að koma þessari framkvæmd á koppinn, þ.e.a.s. að klára malbikun á bílastæðunum og gera þarna snyrtilegt í kringum okkur. Það er ekki komin nein tímasetning á það hvenær við getum farið í þetta,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka