Gjaldtaka áformuð við Reykjavíkurflugvöll

Nú er malbikað stæði upp við flugstöðina, en lengra frá …
Nú er malbikað stæði upp við flugstöðina, en lengra frá er malarplan sem til stendur að malbika. Þá verður lýsing bætt og stéttar lagðar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áform eru uppi um að gjald­taka hefj­ist á bíla­stæði flug­stöðvar Air Ice­land Conn­ect við Reykja­vík­ur­flug­völl.

Árið 2012 voru fram­kvæmd­ir flug­fé­lags­ins, þá Flug­fé­lags Íslands, stöðvaðar af Reykja­vík­ur­borg að beiðni land­eig­enda, rík­is­ins, en Isa­via fer með umráð lands­ins. Nú er mal­bikað bíla­stæði við flug­stöðina og mal­ar­stæði sem í upp­hafi var ætlað til bráðabirgða ögn lengra frá.

„Við höf­um átt í sam­tali við Isa­via, fjár­málaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg auðvitað líka um málið. Við höf­um leitað leiða til að koma þess­ari fram­kvæmd á kopp­inn, þ.e.a.s. að klára mal­bik­un á bíla­stæðunum og gera þarna snyrti­legt í kring­um okk­ur. Það er ekki kom­in nein tíma­setn­ing á það hvenær við get­um farið í þetta,“ seg­ir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Ice­land Conn­ect, í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert