Kulnun í starfi er vaxandi vandamál hjá kennurum

Ragnar Þór segir eitt einkenna kulnunar vera neikvætt viðhorf.
Ragnar Þór segir eitt einkenna kulnunar vera neikvætt viðhorf. mbl.is/Valgarður Gíslason

Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í kennarastéttinni að sögn Ragnars Þórs Péturssonar, formanns Kennarasambands Íslands. Ástandið er verst hjá leikskólakennurunum og næstverst hjá grunnskólakennurum.

Margir leita aðstoðar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, óháð aldri og árafjölda í starfi sem kennari, segir Ragnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þá segir hann að mjög lítill hluti þeirra kennara sem hverfa frá starfi vegna kulnunar skili sér í kennarastarf á ný.

Aðspurður hvers vegna ástandið sé verst í leik- og grunnskólum bendir Ragnar m.a. á að aukið álag í starfsumhverfi skólanna taki mikinn toll af kennurum. Þá bendir hann einnig á að skortur á leikskólakennurum hafi sín áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert