Landbúnaður stendur á tímamótum

Eyjólfur Yngvi Bjarnason í Ásgarði er oddviti í Dalabyggð og …
Eyjólfur Yngvi Bjarnason í Ásgarði er oddviti í Dalabyggð og ráðunautur í sauðfjárrækt. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sauðfjárbændur eru launalausir og verða það áfram nema eitthvað breytist. Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi og ráðunautur í Ásgarði í Hvammssveit og oddviti Dalabyggðar.

Hann segir að nú fái bændur greiddar 350-400 kr. frá afurðastöðvum fyrir hvert kíló af dilkakjöti eða um 6.000-7.000 kr. fyrir lambið. Við það bætast svo framlög skv. búvörusamningi sem eru breytileg eftir stöðu hvers bús.

Þetta sé þó hvergi nærri nóg; greiðslur þyrftu að vera 800-900 kr. fyrir kílóið svo búskapur standi undir lágmarkslaunum bænda sem vilja geta farið í uppbyggingu og horft til framtíðar, að mati Eyjólfs. „Landbúnaður á Íslandi er á tímamótum í dag. Þróunin er sú að neytendur vilja matinn fyrir lítið en auðvitað geta bændur ekki framleitt sína vöru árum saman undir kostnaðarverði,“ segir hann í umfjöllun um afkomu sauðfjárbænda í Morgunblaðinu í dag.

Féð kemur vænt úr sumarhögum.
Féð kemur vænt úr sumarhögum. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka