Landbúnaður stendur á tímamótum

Eyjólfur Yngvi Bjarnason í Ásgarði er oddviti í Dalabyggð og …
Eyjólfur Yngvi Bjarnason í Ásgarði er oddviti í Dalabyggð og ráðunautur í sauðfjárrækt. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sauðfjár­bænd­ur eru launa­laus­ir og verða það áfram nema eitt­hvað breyt­ist. Þetta seg­ir Eyj­ólf­ur Ingvi Bjarna­son, bóndi og ráðunaut­ur í Ásgarði í Hvamms­sveit og odd­viti Dala­byggðar.

Hann seg­ir að nú fái bænd­ur greidd­ar 350-400 kr. frá afurðastöðvum fyr­ir hvert kíló af dilka­kjöti eða um 6.000-7.000 kr. fyr­ir lambið. Við það bæt­ast svo fram­lög skv. bú­vöru­samn­ingi sem eru breyti­leg eft­ir stöðu hvers bús.

Þetta sé þó hvergi nærri nóg; greiðslur þyrftu að vera 800-900 kr. fyr­ir kílóið svo bú­skap­ur standi und­ir lág­marks­laun­um bænda sem vilja geta farið í upp­bygg­ingu og horft til framtíðar, að mati Eyj­ólfs. „Land­búnaður á Íslandi er á tíma­mót­um í dag. Þró­un­in er sú að neyt­end­ur vilja mat­inn fyr­ir lítið en auðvitað geta bænd­ur ekki fram­leitt sína vöru árum sam­an und­ir kostnaðar­verði,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um af­komu sauðfjár­bænda í Morg­un­blaðinu í dag.

Féð kemur vænt úr sumarhögum.
Féð kem­ur vænt úr sum­ar­hög­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert